Innlent

Vísuðu kæru Pírata frá

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Dóra Björt lagði fram kæru þann 8. maí síðastliðinn vegna ákvörðunar yfirkjörstjórnar Reykjavíkur um úthlutun listabókstafsins Þ til framboðslista Frelsisflokksins.
Dóra Björt lagði fram kæru þann 8. maí síðastliðinn vegna ákvörðunar yfirkjörstjórnar Reykjavíkur um úthlutun listabókstafsins Þ til framboðslista Frelsisflokksins. Fréttablaðið/Sigtryggur
Í dag kom þriggja manna kjörnefnd, skipuð af sýslumanninum, saman til þess að úrskurða um kæru Dóru Bjartar Guðjónsdóttur oddvita Pírata. Dóra Björt lagði fram kæru þann 8. maí síðastliðinn vegna ákvörðunar yfirkjörstjórnar Reykjavíkur um úthlutun listabókstafsins Þ til framboðslista Frelsisflokksins. Taldi hún að það gæti verið ruglandi fyrir kjósendur. Niðurstaða kjörnefndarinnar var að vísa kærunni frá.

Dóra Björt taldi þessa úthlutun á listabókstafnum Þ geta ruglað kjósendur, Píratar hafi áður verið með Þ auk þess sem flokkurinn væri núna með P, sem gæti verið mjög líkt Þ þegar letrið er smátt. 

Nefndina skipuðu þau Ásta Guðrún Beck, Hulda Rós Rúriksdóttir og Kristján B. Thorlacius lögmenn. Í úrskurðinum kemur fram að á fyrsta fundi hafi verið kallað eftir umsögn yfirkjörstjórnar í Reykjavík, eins og lagt er fyrir nefndina að gera í 2. mgr. 93 gr. laga um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998.

„Yfirkjörstjórn veitti ekki umsögn um kæruefnið innan þess vikufrests sem ofangreint lagaákvæði kveður á um en samkvæmt bréfi yfirkjörstjórnar dags. 16. maí 2018 til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti hún að hún myndi ekki veita slíka umsögn þar sem ekki væru heimildir að lögum til að taka kæruna til efnismeðferðar.“

Niðurstaða kjörnefndar í málinu var að ekki væri séð að í lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998 sé að finna sérstaka heimild til að kæra til kjörnefndar þá ákvörðun þá er kæran lýtur að.

„Það er því niðurstaða kjörnefndar að vísa beri máli þessu frá.“

Úskurðinn má finna hér að neðan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×