Enski boltinn

Heimasíða Emery birti óvart mynd af Arsenal: „Stoltur að vera hluti af fjölskyldunni"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Emery er að taka við Arsenal, svo mikið er víst.
Emery er að taka við Arsenal, svo mikið er víst. vísir/getty
Það bendir allt til þess að Unai Emery verði næsti stjóri Arsenal og ef marka má heimasíðu kappans er allt orðið klappað og klárt.

Sky Sports greindi frá því í kvöld að hann hafi birt mynd af sér á heimasíðu sinni þar sem stendur að hann sé stoltur að verða orðinn hluti af Arsenal fjölskyldunni.

Undirskrift Emery er undir myndinni og Arsenal merkið í bakgrunni en Emery er talinn lang líklegastur til að taka við Arenal. Hvort sem það gerist á næstu dögum eða vikum er þó óljóst.

Emery og MIkel Arteta voru taldir líklegastir til að taka við af Arsene Wenger eftir að Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, sagðist ætla að halda tryggð við ítölsku meistarana.

Nú er búið að loka fyrir heimasíðu Emery en líklegt er talið að þetta hafi verið stór mistök sem einhver í fjölmiðlateymi kappans hafi gert. Skjáskot af myndinni má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×