Fótbolti

Lineker: Skiptir ekki máli hver er fyrirliði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gary Lineker var fyrirliði enska landsliðsins þegar hann var leikmaður
Gary Lineker var fyrirliði enska landsliðsins þegar hann var leikmaður vísir/getty
Tilkynnt var í gær að Harry Kane myndi verða fyrirliði enska landsliðsins á HM í Rússlandi. Gary Lineker, knattspyrnusérfræðingur og fyrrum markahrókur enska liðsins, segir of mikið vera gert úr fyrirliðastöðunni.

„Það er skrifað mjög mikið að vitleysu um fótbolta. Fyrirliðinn er ekki mikilvægur inni á vellinum, bara utan hans. Fyrirliðinn er bara milliliður á milli þjálfarans og leikmannanna annars vegar og leikmannanna og fjölmiðla hins vegar,“ sagði Lineker.

„Á vellinum, fyrir utan uppkastið í upphafi, þá hegða sér allir eins og þeir hefðu annars gert, fyrirliðaband eða ekki.“

Lineker finnst enska þjóðin gera of mikið mál úr því hver er fyrirliði og þá sérstaklega hver sé með bandið ef fyrirliðinn fer af velli.

„Við búum til úlfalda úr mýflugu yfir þessu. Þetta skiptir ekki máli. Þetta er mikilvægt fyrir leikmanninn sem er með bandið en í sambandi við frammistöðu liðsins þá skiptir þetta ekki einu einasta máli. Það er staðreynd. Harry Kane ræður engu og er ekki að fara að breyta um leikkerfi, þjálfarinn ræður öllu,“ sagði Gary Lineker.


Tengdar fréttir

Harry Kane fyrirliði Englands á HM

Framherjinn Harry Kane mun bera fyrirliðabandið í leikjum Englands á HM í sumar. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate tilkynnti þetta í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×