Lífið

„Gleymdi 20 grömmum af grasi í úlpuvasanum í tvær vikur þegar ég var borgarstjóri“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Gnarr fór á kostum í þættinum.
Jón Gnarr fór á kostum í þættinum.
Jón Gnarr var einn af gestunum í skemmtiþættinum Satt eða Logið á Stöð 2 á föstudaginn síðastliðinn.

Þar sagði hann sögu sem byrjaði á þessum orðum: „Ég gleymdi 20 grömmum af grasi í úlpuvasanum í tvær vikur þegar ég var borgarstjóri.“

Jón var borgarstjóri á árunum 2010-2014 og vann hann stórsigur í kosningunum árið 2010 þegar hann bauð sig fram með Besta-flokknum.

„Ég fann þetta í Hólavallarkirkjugarði, gamla kirkjugarðinum. Ég var að labba þarna með hundinn minn. Hann var að þefa af einhverju og þetta var líka á þeim tíma þar sem ég var að reyna sýna gott fordæmi og týna upp rusl sem ég fann. Og ég vissi ekki alveg hvort þetta færi í ólífrænt eða lífrænt.“

Keppendur áttu að giska hvort sagan væri sönn eða lygi og má sjá hið rétta hér að neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×