Sport

Leeds fer í samstarf við 49ers

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Leeds United er fornfrægt félag á Englandi
Leeds United er fornfrægt félag á Englandi vísir/getty
Enska félagið Leeds United hefur gert samstarfssamning við 49ers Enterprises, fjárfestingafélagið sem rekur NFL liðið San Francisco 49ers.

Samstarfið mun auka fjármagn Leeds og gæti einnig séð félagið spila leiki á heimavelli 49ers, Levi's vellinum í San Francisco. Íslenska landsliðið spilaði vináttulandsleik gegn Mexíkó á þeim velli í mars. 

„Þetta samstarf býður upp á ómetanlega reynslu fyrir Leeds United og tækifæri til þess að læra af eini stærstu íþróttaeiningu heims,“ sagði Andrea Radrizzani, stjórnarformaður Leeds.

„Við munum halda áfram að byggja á því sem við höfum unnið að síðustu mánuði og allir þeir fjármunir sem við græðum munu fara í að bæta úrslitin á vellinum.“

Leeds endaði í 13. sæti Championship deildarinnar á nýloknu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×