Lífið

Baltasar eitursvalur á rauða dreglinum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Baltasar með Tami Oldham og aðalleikurum myndarinnar Adrift.
Baltasar með Tami Oldham og aðalleikurum myndarinnar Adrift. vísir/ap
Baltasar Kormákur frumsýndi í nótt nýjustu kvikmynd sína, Adrift, í Regal kvikmyndahúsinu í Los Angeles.

Myndin er byggð á á sönnum atburðum og segir frá þeim Tami og Richard sem ætluðu að sigla 44 feta skútu frá Tahítí til San Diego árið 1983. Shailene Woodley og Sam Claflin fara með hlutverk þeirra Tami og Richard.

Á leiðinni lentu þau í fellibylnum Raymond. Eftir að bylurinn gekk yfir vaknaði Tami í afar illa farinni skútunni og fann Richard illa meiddan. Þá tók við það erfiða verkefni að koma þeim til lands.

Myndin verður frumsýnd á Íslandi í júní en Balti var að sjálfsögðu mættur á rauða dregilinn í Hollywood í nótt og tók sig vel út ásamt leikurum og aðstandendum myndarinnar eins og sjá má hér að neðan.

Aðalsögupersóna myndarinnar er Tami Oldham og var hún sjálf mætt á frumsýninguna í gær.

Shailene Woodley og Sam Claflin fara með aðalhlutverkin í Adrift.vísir/ap
Shailene Woodley leikur Sam Oldham en þær eru hér tvær saman í nótt.vísir/ap
Baltasar tók sig vel út á rauða dreglinum í nótt.vísir/ap
Framleiðendur myndarinnar Aaron Kandell og Jordan Kandellvísir/ap
Balti grafalvarlegur í nótt.vísir/ap

Tengdar fréttir

„Ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert“

„Þetta er klárlega ein erfiðasta kvikmynd sem ég hef gert. Ég hef gert þrjár virkilega erfiðar myndi, Everest, Djúpið og núna Adrift,“ segir leikstjórinn Baltasar Kormákur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×