Handbolti

Ísak til Austurríkis

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ísak í leik með FH í vetur.
Ísak í leik með FH í vetur. vísir/stefán
Ísak Rafnsson hefur skrifað undir samning við austurríska félagið Scwaz Handball Tirol en þetta herma heimildir Vísis.

Ísak átti virkilega gott tímabil með FH en hann var kletturinn í vörn liðsins. Varnarleikur liðsins var heilt yfir góður og þar fór Ísak fremstur í flokki.

Þegar líða fór á tímabilið sýndi Ísak gamla takta í sókninni og skoraði nokkur mikilvæg mörk en FH tapaði 3-1 fyrir ÍBV í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

Scwaz Handball Tirol endaði í sjötta sæti austurrísku deildarinnar og datt út í átta liða úrslitum deildarinnar er liðið tapaði 2-1 gegn UHK Krems.

Ísak er ekki eini leikmaðurinn sem FH missir í atvinnumennsku heldur er hann fjórði leikmaðurinn sem FH missir í sumar. Gísli Þorgeir Kristjánsson (Kiel), Ágúst Elí Björgvinsson (Savehof) og Óðinn Þór Ríkharðsson (GOG) eru einnig á leið út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×