Enski boltinn

Alderweireld og Fred efstir á óskalista Mourinho

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alderweireld í leik með Tottenham. Er hann á leið á Old Trafford?
Alderweireld í leik með Tottenham. Er hann á leið á Old Trafford? vísir/getty
Toby Alderweireld og Fred eru sagðir efstir á óskalista Manchester United fyrir næsta tímabilið en Jose Mourinho vill styrkja liðið.

United endaði í öðru sæti deildarinnar en það er besti árangurinn sem United hefur náð í deildinni síðan Sir Alex Ferguson hætti með liðið árið 2013. Nú á að styrkja hópinn.

Alderweireld leikur með Tottenham og Fred er miðjumaður Shaktar Donetsk en þeir eru taldir kosta samanlagt um hundrað milljónir punda.

Þeir eru þó báðir á leið á HM svo gerist ekkert á næstu dögum á að reyna ná þessu í gegn strax eftir HM.

Alderweireld á eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham en Rinat Akhmetov, forseti Shaktar, hefur gefið það út að Fred muni kosta meira en Fernandinho.

Fernandinho var seldur til City á 34 milljónir punda 2013 en hann varð Englandsmeistari með City á nýafstöðnu tímabili. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×