Handbolti

Donni og Kolbeinn Aron í ÍBV

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kolbeinn og Kristján Örn við undirskriftina.
Kolbeinn og Kristján Örn við undirskriftina. vísir/íbv facebook
Kristján Örn Kristjánsson og Kolbeinn Aron Arnarsson eru gengnir í raðir þrefaldra meistara ÍBV en þetta var tilkynnt á Facebook-síðu ÍBV í kvöld.

Kristján Örn, eða Donni eins og hann er oftast kallaður, skoraði sjö mörk að meðaltali í leik fyrir Fjölni í vetur en Fjölnir féll úr deildinni. Hann skrifar undir tveggja ára samning.

Hann var í fjórða sæti á lista HB Statz yfir heildareinkunn, bæði í vörn og sókn, en þar var hann jafn Selfyssingnum Hauki Þrastarsyni með 7,83 í einkunn.

Í Eyjum leysir Donni af Agnar Smára Jónsson sem er að flytjast upp á fasta landið í nám. Hann er að ganga í raðir Vals samkvæmt heimildum.

Kolbeinn Aron varði mark Aftureldingar í vetur ásamt Lárusi Helga Ólafssyni en þeir skiptu á milli sínum leikjum. Kolbeinn skrifar undir þriggja ára samning.

Kolbeinn er Eyjamaður og þekkir hvern krók og kima í Eyjum en hann varð meistari með liðinu er liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn.

Allar líkur eru á því að það verði alveg nýtt markvarðarteymi í Eyjum á næstu leiktíð. Stephen Nielsen er genginn í raðir ÍR og allar líkur eru á því að Aron Rafn Eðvarðsson spili ekki með liðinu á næsta tímabili.

Eins og Vísir greindi frá á dögunum er Fannar Þór Friðgeirsson einnig á leið til Eyja en samkvæmt heimildum Vísis hafa hann og ÍBV náð samkomulagi um að hann spili með deildar-, bikar- og Íslandsmeisturunuhttps://www.visir.is/g/2018180529617/fannar-og-donni-til-eyjam á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×