Fótbolti

Hundruð stuðningsmanna Liverpool komast ekki til Kænugarðs

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Þessir stuðningsmenn Liverpool eru mættir til Úkraínu og komnir í bjórinn.
Þessir stuðningsmenn Liverpool eru mættir til Úkraínu og komnir í bjórinn. vísir/getty
Það eru margir í Liverpool reiðir út í ferðaskrifstofu þar í borg þar sem hún kemur viðskiptavinum sínum ekki til Kiev að horfa á úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni.

Ferðaskrifstofan Worldchoice Holidays of Widnes var búin að selja um 1.000 stuðningsmönnum Liverpool far til Kænugarðs en nú er útlit fyrir að aðeins ein vél af þremur frá fyrirtækinu komist til Úkraínu.

Sú vél fór í loftið í morgun með 343 farþega um borð en hún átti að fara til Kænugarðs í gær.

Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar segist vera í öngum sínum vegna málsins. Ástæðan fyrir því að hann kemur fólki ekki til Úkraínu er sú að vélarnar hans fá ekki lendingarleyfi í Kænugarði þó svo sótt hafi verið um leyfið í tíma.

Borgarstjórinn í Liverpool hefur reynt að veita sína aðstoð og setti sig í samband við borgarstjóra Kiev, Vitali Klitschko, í von um að hægt sé að leysa þetta mál.

Um 4.000 stuðningsmenn Liverpool stefna á að mæta til Úkraínu á leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×