Innlent

Náttúruvársérfræðingar vara við mikilli úrkomu um helgina

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Töluvert hefur rignt á íbúa á suðvesturhorni landsins í vor. Ekkert lát verður þar á nú um helgina.
Töluvert hefur rignt á íbúa á suðvesturhorni landsins í vor. Ekkert lát verður þar á nú um helgina. Vísir/Vilhelm

Búist er við mikilli úrkomu á Suður- og Suðvesturlandi frá og með aðfaranótt laugardagsins 26. maí. Því vara náttúruvársérfræðingar hjá Veðurstofu Íslands sérstaklega við miklum vatnavöxtum í landshlutanum um helgina og beina því til ferðalanga að sýna aðgát.

Búist er við mikilli úrkomu á Suður- og Suðvesturlandi frá aðfaranótt laugardagsins 26. maí og út helgina, að því er segir í tilkynningu. Mest úrkoma verður á vatnasviði Hvítár í Borgarfirði og Hvítár í Árnessýslu og þá má einnig gera ráð fyrir talsverðum vexti í ám á höfuðborgarsvæðinu.

Sjá einnig: Mjög mikil rigning sunnan- og vestanlands á kjördag

Einkum má búast við miklum staðbundnum vatnavöxtum undir Eyjafjöllum og í Þórsmörk. Úrkoma verður mikil við Jökulsá á Sólheimasandi og eru ferðamenn á því svæði beðnir um að sýna aðgát.

Vatn gæti safnast upp meðfram vegum og því gæti flætt yfir þá, einkum á Mýrdalssandi t.d. við Múlakvísl. Þá verður aukin hætta á skriðuföllum. Þar sem úrkoman er ónvenjulega mikil ættu ferðalangar að sýna ítrustu varúð á þessu svæði.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.