Körfubolti

LeBron James með 46 stig þegar Cleveland knúði fram oddaleik

Einar Sigurvinsson skrifar
LeBron James átti enn einn stórleikinn í nótt.
LeBron James átti enn einn stórleikinn í nótt. vísir/getty
Cleveland Cavaliers unnu í nótt tíu stiga sigur á Boston Celtics, 109-99, í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar. Með sigrinum jafnaði Cleveland einvígi liðanna, 3-3 og fer oddaleikur fram í Boston næsta sunnudag.

LeBron James átti enn einn stórleikinn í liði Cleveland. Hann skoraði 46 stig, auk þess að taka 11 fráköst og gefa níu stoðsendingar.

George Hill bætti við 20 stigum fyrir og Jeff Green skoraði Cleveland 14 stig fyrir Cleveland en liðið þurfti að leika án Kevin Love stærstan hluta leiksins. Love þurfti að fara af velli í fyrsta leikhluta eftir höfuðhögg.

Atkvæðamestir í liði Celtics voru þeir Terry Rozier með 28 stig og Jaylen Brown með 27 stig.

Boston Celtics voru enn inni í leiknum þegar þrjár mínútur voru til leiksloka og aðeins munaði sjö stigum á liðunum, en tveir þristar í röð frá LeBron James gerðu út um leikinn.

„Við höfum einn leik til þess að eiga möguleika á að spila meistaratitilinn, hvað meira geturðu beðið um?“ Sagði LeBron James í leikslok.









NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×