Innlent

„Það þarf að breyta borginni og gera hana betri“

Samúel Karl Ólason og Þorbjörn Þórðarson skrifa
„Ég trúi því að þessi undiralda sem við höfum fundið hún muni skila okkur á land og ég hvet alla til að koma sem vilja kjósa breytingar, að koma með okkur,“ segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Spurður út í hvað hann teldi góð úrslit fyrir Sjálfstæðisflokkinn segir Eyþór það í fyrsta lagi vera að fella borgarstjórnina. Í öðru lagi að verða stærsti flokkurinn og að mynda borgarstjórn.

„Það væru ekki bara góð úrslit fyrir okkur, heldur fyrir borgarbúa. Það þarf að breyta borginni og gera hana betri.“

Eyþór segir stóran flokk þurfa að ná málamiðlunum með fólki með ólíkar skoðanir. Hann sagði þó sameiginlegar skoðanir stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins vera að þörf væri á þörf sé á hagstæðari húsnæði, greiða þurfi umferðinni leið fyrir fólk og hreinsa þurfi borgina.

Þá sagði Eyþór að Sjálfstæðisflokknum hefði gengið vel að boða boðskap sinn á lokametrunum og sagðist hann vonast til þess að það skilaði sér í kjörkassana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×