Innlent

Betri kjörsókn í Reykjavík en lakari annars staðar miðað við síðustu kosningar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Af kjörstað.
Af kjörstað. vísir/valli
Kjörsókn í Kópavogi, Hafnarfirði, Reykjanesbæ var lakari klukkan 11 í morgun en á sama tíma í síðustu sveitarstjórnarkosingum árið 2014. Kjörsóknin var hins vegar betri í Reykjavík og á Akureyri en miðað við sama tíma 2014.

Kjörsókn í Reykjavík var 4,69 prósent klukkan 11 í morgun en á sama tíma í sveitarstjórnarkosningum árið 2014 höfðu 4,27 prósent kosið. Kjörsókn er því örlítið betri í ár en í síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Í Kópavogi höfðu 3,8 prósent kosið klukkan 11 en kjörsókn var 4,2 prósent á sama tíma í síðustu kosningum. Í Hafnarfirði var kjörsókn 3,89 prósent klukkan 11 miðað við 4,9 prósent í síðustu kosningum og í Reykjanesbæ höfðu 2,98 prósent kosið miðað við 3,79 prósent síðustu kosninga.

Á Akureyri var kjörsókn 5,83 prósent klukkan 11, örlítið betri en í síðustu sveitarstjórnarkosningum en á sama tíma árið 2014 höfðu 5,77 prósent greitt atkvæði.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, sagði í morgun að kosningarnar yrðu spennandi og þá gætu úrslitin ráðist á kjörsókn.

„Þannig að nú hvet ég alla sem vettlingi geta valdið til þess að mæta og kjósa og styðja við jákvæða og spennandi þróun borgarinnar,“ segir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur og oddviti Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×