Fótbolti

Kristianstad sigraði Eskilstuna

Einar Sigurvinsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad. vísir/ragnar
Kristianstad hafði betur gegn Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu kvenna í dag. Leikurinn fór fram á Vilans IP vellinum í Kristianstad og lauk með 1-0 sigri heimaliðsins.

Landsliðskonan Sif Atladóttir lék allan leikinn í liði Kristianstad en þjálfari liðsins er Elísabet Gunnarsdóttir.

Eina mark leiksins skoraði Therese Ivarsson á 24. mínútu leiksins.

Með sigrinum fer Kristianstad í 2. sæti sænsku deildarinnar með 12 stig, þremur stigum frá toppliði Piteå sem á leik til góða.

Kristianstad hefur byrjar tímabilið vel, liðið enn taplaust eftir sex umferðir en sigur liðsins í dag var sá þriðji í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×