Enski boltinn

Klopp um atvikið hjá Salah og Ramos: „Leit illa út“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah fer af velli eftir atvikið.
Salah fer af velli eftir atvikið. vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segir að hann hafi haft eitt plan fyrir leikinn gegn Real Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar og það hafi einfaldlega verið að vinna hann.

Honum líður illa fyrir hönd Loris Karius sem átti erfiðan dag og segir að atvik Mo Salah og Sergio Ramos hafi litið illa út.

„Planið var að spila til sigurs, ekkert annað, og það er ekkert mikið um það að segja. Við byrjuðum vel og spiluðu alveg eins og við vildum,” sagði Klopp í samtali við BT Sport í leikslok.

„Það sem gerðist milli Ramos og Salah leit illa út og þetta var áfall fyrir liðið. Við töpuðum jákvæða augnablikinu og þeir gengu á lagið. Við bökkuðum og náðum ekki að klukka Modric og Kroos.

„Hvað get ég sagt um mörkin? Við skoruðum eitt og þeir skoruðu þrjú. Allt var frábært þangað til í kvöld. Þetta var góður möguleiki fyrir okkur en við tókum hann ekki.”

Karius gerði sig sekan um tvö skelfileg mistök í kvöld og aðspurður út í þau svaraði Klopp:

„Karius veit það og allir vita það. Það er skelfilegt í leikjum eins og þessum. Mér líður illa fyrir hans hönd, hann er frábær drengur. Síðari mistökin komu bara útaf þeim fyrri.”

Mo Salah fór meiddur af velli og eins og Klopp nefndi áður sagði hann að atvikið hafi litið illa út. Hann vissi ekki hvar Salah væri staddur skömmu eftir leik.

„Hann vildi reyna að spila en ég hef ekki séð hann. Hann er líklega á spítala núna í myndatöku. Þetta leit ekki vel út. Hann er líklega tæpur fyrir HM. Þetta var mjög alvarlegt varðandi öxlina á honum,” sagði Klopp.


Tengdar fréttir

Karius bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar

Loris Karius átti slæman dag er Liverpool tapaði 3-1 fyrir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Karius gerði slæm mistök í tveimur mörkum Real.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×