Körfubolti

Golden State náðu í oddaleik

Einar Sigurvinsson skrifar
Klay Thompson.
Klay Thompson. vísir/getty
Meistararnir í Golden State Warriors knúðu fram oddaleik þegar liðið sigraði Houston Rockets, 115-86, í úrslitarimmu vesturdeildarinnar í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

Houston byrjaði leikinn betur og voru 17 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta. Í hálfleik var staðan 61-51, en í þeim síðari tóku Stríðsmennirnir öll völd á vellinum.

Golden State fékk aðeins á sig 25 stig í síðari hálfleiknum á meðan liðið skoraði 64 stig og unnu þeir því að lokum verðskuldaðan 29 stiga sigur.

Klay Thompson var frábær í liði Golden State. Hann skoraði 35 stig, þar af níu þrista auk þess að taka sex fráköst. Næstur á eftir honum kom Stephen Curry með 29 stig, þar af fimm fráköst og sex stoðsendingar.

Í liði Houston var James Harden atkvæðamestur með 32 stig, níu stoðsendingar og sjö fráköst.

Oddaleikur liðanna fer fram næsta mánudag.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×