Handbolti

Rhein Neckar Löwen sigraði Ludwigshafen | Úrslitin í Þýskalandi ráðast um næstu helgi

Einar Sigurvinsson skrifar
Alexander Petersson í leik með Löwen. Hvorki hann né Guðjón Valur Sigurðsson komu við sögu í leiknum í dag.
Alexander Petersson í leik með Löwen. Hvorki hann né Guðjón Valur Sigurðsson komu við sögu í leiknum í dag. vísir/getty
Rhein Neckar Löwen vann öruggan sigur á Ludwigshafen, 34-26, í næst síðustu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í dag.

Markahæsti maður vallarins var Harald Reinkind í liði Löwen með átta mörk.

Úrslitin þýða að þegar einni umferð er ólokið í deildinni er Flensburg í 1. sæti með 54 stig en Löwen er 2. sæti með 53 stig.

Löwen var í toppsæti deildarinnar lengst af á tímabilinu, en fyrir leik dagsins hafði liðinu ekki tekist að vinna þrjá síðustu leiki sína. Á sama tíma hefur Flensburg tekist að vinna síðustu sjö leiki sína og liðið því með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina.

Úrslitin í þýsku úrvalsdeildinni ráðast næsta sunnudag þar sem Flensburg getur tryggt sér titilinn með sigri á Göppingen. Á sama tíma tekur Rhein Neckar Löwen á móti Leipzig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×