Handbolti

Montpellier hafði betur í frönskum úrslitaleik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Montpellier er sigurvegari í Meistaradeild Evrópu þetta árið.
Montpellier er sigurvegari í Meistaradeild Evrópu þetta árið. vísir/getty
Montpellier stóð uppi sem sigurvegari í Meistaradeild Evrópu eftir sex marka sigur, 32-26, á HBC Nantes í úrslitaleiknum en úrslitahelgin fer fram í Köln um helgina.

Fyrr í dag tók PSG bronsið eftir sigur á Vardar í leiknum um þriðja sætið en mikil harka og ákefð var í úrslitaleiknum í dag enda mikið undir.

Að loknum fyrri hálfleiknum leiddu Montpellier með þremur mörkum, 16-13, en það voru ekki liðnar nema þrjár mínútur af síðari hálfleik er Nantes var búið að jafna.

Montpellier náði hins vegar góðum kafla rétt eftir miðbik hálfeiksins. Þeir breyttu þá stöðunni úr 24-24 í 29-24 og lögðu þar með grunninn að sigrinum. Lokatölur 32-26.

Hjá Montellier var Ludovic Fabregas og Diego Simonet markahæstir með sex mörk hvor en næstur komu þeir Vid Kavticnik og Mohamed Mamdouh með fimm hvor.

Kiril Lazarov var markahæstur hjá Nantes með sex mörk en næstur kom Eduardo Gurbindo með fimm mörk úr fimm skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×