Innlent

Reyndi að stinga af eftir að hafa valdið umferðaróhappi ölvaður

Kjartan Kjartansson skrifar
Lögreglan hafði afskipti af tveimur mönnum sem ollu vandræðum undir áhrifum í dag.
Lögreglan hafði afskipti af tveimur mönnum sem ollu vandræðum undir áhrifum í dag. Vísir/Vilhelm
Karlmaður var handtekinn í Kópavogi um miðjan dag í dag grunaður um ölvun við akstur. Hann hafði orðið valdur að umferðaróhappi og reynt að flýja af vettvangi fótgangandi.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að maðurinn hafi verið færður á lögreglustöð í blóðsýna- og skýrslutöku. Í framhaldinu hafi hann verið vistaður í fangaklefa þar til hægt var að ræða við hann.

Skömmu fyrir klukkan fjögur síðdegis va tilkynnt um karlmann sem áretti starfsfólk verslunar í miðborg Reykjavíkur með ógnandi háttalagi og framkomu. Hann var handtekinn og vistaður í fangaklefa. Maðurinn var í talsvert annarlegu ástandi vegna fíkniefnaneyslu, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×