Innlent

Hér á landi er litið á íþróttir barna sem leik en ekki vinnu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands
Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands Skjáskot/Stöð2
Við getum ekki slitið barna- og unglingastarfið frá afreksstarfinu. Það er eitt af sérkennum íslenskra íþrótta og skipulags íslenskra íþrótta, sem þekkist eiginlega varla í löndunum í kringum okkur, að við slítum ekki í sundur uppeldishlutann og afrekshlutann,“ segir Viðar Halldórsson dósent í félagsfræði við Háskóla Íslands.

Viðar heldur erindi í dag á viðburði á vegum Háskóla Íslands, Hvernig höldum við gleðinni í íþróttum á tímum afreksmennsku?, en streymt verður frá fundinum hér á Vísi klukkan 12.

„Þetta kerfi og skipulag okkar er svolítið sérstakt hvað þetta varðar. Líka að halda því fram að þetta kerfi og þetta skipulag geri það að verkum að karlalandsliðið okkar í fótbolta er að fara á HM. Vegna þess að það eru góð gildi í starfinu og það er talað um að það sé góður karakter í liðinu, mikill vinskapur og mikil stemning.“

Það séu mjög jákvæð gildi í liðinu og svo auðvitað líka góðir fótboltamenn.

„Það er afrakstur af þessu starfi að mörgu leyti því við erum ekki að slíta þetta í sundur eins og gerist víða erlendis þar sem verið er að slíta í sundur afreksíþróttir sér. Þar eru bara allt önnur gildi og meiri einstaklingshyggja, kvíði, streita.“

Samkennd, stemning og vinskapur einkenni íþróttaliðin hér á landi,  sem hafi áhrif sem á góðan árangur í nánast öllum okkar hópíþróttum síðustu ár.  Hér á landi sé nálgast íþróttir barna sem leik en ekki vinnu.

„Þá ferðu í þetta á allt öðrum forsendum. Það er ekki sömu væntingar og pressa og það er ekki eins mikið undir þannig lagað séð. Þannig að við náum að halda þessum óæskilegu þáttum aðeins í skefjum þar sem við nálgumst leikinn á öðrum forsendum.“

Hlusta má á viðtalið í spilaranum hér að neðan.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×