Tvísýnt hvort úrkomumet maímánaðar verði slegið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. maí 2018 12:28 Það hefur rignt ansi mikið í höfuðborginni það sem af er maímánuði svo úrkomumetið stendur tæpt. vísir/sigtryggur ari Það er ekki loku fyrir það skotið að úrkomumet maímánuðar í Reykjavík falli nú í ár en það er tvísýnt. Metið er 126 millimetrar og er frá árinu 1989. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni fyrir helgi að úrkomumetið gæti fallið en í dag vekur hann máls á því á sama vettvangi að það sé alls ekkert víst að metið falli, sé rýnt í rigningarspár. Einar segir að fyrir helgi hafi stefnt í úrkomumet en á laugardag hafi svo rignt talsvert minna en spáð hafði verið. Í gær og nótt reyndist úrkoman svo heldur meiri. „Kl. 18 í gær voru skráðir 116,2 mm. 8,3 mm bættust í nótt og þá á eftir að taka tillit til úrkomu að kvöldi 30. apríl sem telst til maí (sennilega 0,8 mm). Niðurstaðan úr þessum reiknikúnstum gefur 125,3 mm. Það má því segja að metið hafi verið nánast jafnað lítillega vanti upp á. Veðurstofan hefur þó alla yfirsýn, þar eru bækurnar sem mælingarnar eru færðar í. Þá er það spurningin, koma nokkrir dropar til viðbótar fram að síðusta álestri á fimmtudag, 31. maí kl. 18 ? Það er alls ekkert víst ef rýnt er í rigningarspár. Það er eins og nú hafi verið skrúfað fyrir í bili,“ segir Einar. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu í dag og út mánuðinn eru þessar:Hæg breytileg átt eftir hádegi og bjartviðri. Hvessir í kvöld, suðaustan 8-15 í nótt og á morgun og rigning eða súld af og til. Hiti 7 til 12 stig.Á miðvikudag:Suðlæg átt 3-10. Skýjað og smásúld eða þokuloft sunnan- og vestanlands með hita 8 til 12 stig. Bjartviðri norðaustantil á landinu og hiti 15 til 22 stig.Á fimmtudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og sums staðar súld eða þokuloft, einkum við vesturströndina. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SA-til. Veður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Það er ekki loku fyrir það skotið að úrkomumet maímánuðar í Reykjavík falli nú í ár en það er tvísýnt. Metið er 126 millimetrar og er frá árinu 1989. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni fyrir helgi að úrkomumetið gæti fallið en í dag vekur hann máls á því á sama vettvangi að það sé alls ekkert víst að metið falli, sé rýnt í rigningarspár. Einar segir að fyrir helgi hafi stefnt í úrkomumet en á laugardag hafi svo rignt talsvert minna en spáð hafði verið. Í gær og nótt reyndist úrkoman svo heldur meiri. „Kl. 18 í gær voru skráðir 116,2 mm. 8,3 mm bættust í nótt og þá á eftir að taka tillit til úrkomu að kvöldi 30. apríl sem telst til maí (sennilega 0,8 mm). Niðurstaðan úr þessum reiknikúnstum gefur 125,3 mm. Það má því segja að metið hafi verið nánast jafnað lítillega vanti upp á. Veðurstofan hefur þó alla yfirsýn, þar eru bækurnar sem mælingarnar eru færðar í. Þá er það spurningin, koma nokkrir dropar til viðbótar fram að síðusta álestri á fimmtudag, 31. maí kl. 18 ? Það er alls ekkert víst ef rýnt er í rigningarspár. Það er eins og nú hafi verið skrúfað fyrir í bili,“ segir Einar. Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu í dag og út mánuðinn eru þessar:Hæg breytileg átt eftir hádegi og bjartviðri. Hvessir í kvöld, suðaustan 8-15 í nótt og á morgun og rigning eða súld af og til. Hiti 7 til 12 stig.Á miðvikudag:Suðlæg átt 3-10. Skýjað og smásúld eða þokuloft sunnan- og vestanlands með hita 8 til 12 stig. Bjartviðri norðaustantil á landinu og hiti 15 til 22 stig.Á fimmtudag:Hæg vestlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu á landinu og sums staðar súld eða þokuloft, einkum við vesturströndina. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast SA-til.
Veður Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira