Fótbolti

Freyr: Sara Björk fór fram úr sér en ég er ekkert pirraður

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir er með trosna hásin.
Sara Björk Gunnarsdóttir er með trosna hásin. mynd/twitter/sara björk
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, var í Kænugarði þegar að Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði, meiddist í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

Landsliðsfyrirliðninn er með trosnaða hásin og verður frá í hálfan annað mánuð en vegna meiðslanna missir hún af mikilvægum landsleik Íslands á móti Slóveníu í júní en hópinn fyrir leikinn tilkynnti Freyr á blaðmannafundi í dag.

"Það var mjög gott að vera í Kænugarði þegar að þetta gerðist. Ég hefði ekki boðið í það að vera fyrir framan sjónvarpið heima. Satt best að segja vissi ég ekki að hún væri svona tæp í hásininni. Ég efast aldrei um líkamlega heilsu leikmannsins. Ef leikmaður segir við mig að hann sé klár í slaginn treysti ég því," sagði Freyr um meiðsli Söru á blaðamnanafundinum í dag.

"Fyrstu mínúturnar eftir að hún fór út af voru erfiðar en sjúkraþjálfari Wolfsburg sagði mér á meðan leik stóð að hásinin væri ekki slitin. Það var bara erfitt að horfa upp á þetta allt," segir Freyr.

Landsiðsþjálfarinn sagði að Sara hefði farið fram úr sér en hann skilur miðjumanninn öfluga mjög vel enda var hún fyrsta íslenska konan sem spilaði í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.

"Ég er ekkert pirraður út í hana. Ég hefði gert það nákvæmlega sama og hún. Auðvitað er ég svkktur en hún er manna svekktust með þetta. Ég sýni henni fullan skilning en sem betur fer fór þetta ekki alveg" sagði Freyr Alexandersson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×