Stytta afgreiðslutíma í ellefu útibúum og segja upp fólki Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2018 17:31 Í sumum tilfellum er afgreiðslutími útibúa styttur um fjórar klukkustundir á dag. Vísir/Stefán Afgreiðslutími ellefu útibúa Landsbankans á landsbyggðinni verður styttur frá og með næsta mánuði. Þá verður stafsmönnum í útibúi bankans við Hagatorg í Reykjavík fækkað. Bankinn segir að með breytingum sé verið að aðlaga þjónustu útibúanna að breyttum aðstæðum. Breytingarnar koma til framkvæmda frá 11. til 29. júní, að því er segir í tilkynningu frá Landsbankanum. Afgreiðslutíminn verður styttur í útibúum bankans á Breiðdalsvík, Djúpavogi, Hvammstanga, Kópaskeri, Neskaupstað, Patreksfirði, Raufarhöfn, Skagaströnd, Vopnafirði, Þorlákshöfn og Þórshöfn. Öll útibúin verða nú opin frá 12:00 til 15:00. Í sumum tilfellum styttist opnunartíminn því um fjórar klukkustundir á dag. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að fjórtán starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp störfum eða séu að fara á eftirlaun samhliða breytingunum. Hann segir engu útibúi vera lokað en heimsóknum viðskiptavina í útibú hafi fækkað sífellt í langan tíma. Þetta séu viðbrögð við margra ára þróun. Samhliða breytingunum verður útibú bankans við Hagatorg gert að afgreiðslu frá útibúinu við Austurstræti 11. Bakvinnslustörf í útibúinu við Hagatorg verða lögð niður og bakvinnslustörfum í höfuðstöðvum bankans fækkar. Starfsfólki við Hagatorg mun því fækka en bankinn segir að viðskiptavinir ættu ekki að verða varir við miklar breytingar á þjónustu. Breytingarnar eru rökstuddar með því að viðskiptavinir leiti í auknum mæli í starfrænar lausnir frekar en þjónustu í útibúum. Í tilkynningu er meðal annars vísað til þess að bankinn hafi nýverið kynnt nýtt snjallsímaforrit. „Tækniþróun undanfarinna ára gerir það m.a. að verkum að heimsóknum í útibú hefur fækkað og ýmsir þættir bankastarfsemi krefjast færra starfsfólks en áður. Landsbankanum er það engu að síður mjög mikilvægt að reka öflugt útibúanet en alls rekur bankinn 37 útibú og afgreiðslur um allt land,“ segir í tilkynningu Landsbankans. Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira
Afgreiðslutími ellefu útibúa Landsbankans á landsbyggðinni verður styttur frá og með næsta mánuði. Þá verður stafsmönnum í útibúi bankans við Hagatorg í Reykjavík fækkað. Bankinn segir að með breytingum sé verið að aðlaga þjónustu útibúanna að breyttum aðstæðum. Breytingarnar koma til framkvæmda frá 11. til 29. júní, að því er segir í tilkynningu frá Landsbankanum. Afgreiðslutíminn verður styttur í útibúum bankans á Breiðdalsvík, Djúpavogi, Hvammstanga, Kópaskeri, Neskaupstað, Patreksfirði, Raufarhöfn, Skagaströnd, Vopnafirði, Þorlákshöfn og Þórshöfn. Öll útibúin verða nú opin frá 12:00 til 15:00. Í sumum tilfellum styttist opnunartíminn því um fjórar klukkustundir á dag. Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir að fjórtán starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp störfum eða séu að fara á eftirlaun samhliða breytingunum. Hann segir engu útibúi vera lokað en heimsóknum viðskiptavina í útibú hafi fækkað sífellt í langan tíma. Þetta séu viðbrögð við margra ára þróun. Samhliða breytingunum verður útibú bankans við Hagatorg gert að afgreiðslu frá útibúinu við Austurstræti 11. Bakvinnslustörf í útibúinu við Hagatorg verða lögð niður og bakvinnslustörfum í höfuðstöðvum bankans fækkar. Starfsfólki við Hagatorg mun því fækka en bankinn segir að viðskiptavinir ættu ekki að verða varir við miklar breytingar á þjónustu. Breytingarnar eru rökstuddar með því að viðskiptavinir leiti í auknum mæli í starfrænar lausnir frekar en þjónustu í útibúum. Í tilkynningu er meðal annars vísað til þess að bankinn hafi nýverið kynnt nýtt snjallsímaforrit. „Tækniþróun undanfarinna ára gerir það m.a. að verkum að heimsóknum í útibú hefur fækkað og ýmsir þættir bankastarfsemi krefjast færra starfsfólks en áður. Landsbankanum er það engu að síður mjög mikilvægt að reka öflugt útibúanet en alls rekur bankinn 37 útibú og afgreiðslur um allt land,“ segir í tilkynningu Landsbankans.
Mest lesið Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Fyrsti vinnudagurinn eftir frí og níu góð ráð Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Góð ráð við slæmum þynnkudegi í vinnunni Atvinnulíf Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Sjá meira