Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tvær línur hafa myndast í meirihlutaviðræðunum í borginni og nýir meirihlutar í bæjarstjórnum eru strax farnir að taka á sig mynd á nokkrum stöðum. Við skoðum þetta nánar í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Í fréttatímanum förum við líka yfir árangur nýrra framboða á landsvísu, rýnum í nýgerðan kjarasamning grunnskólakennara og fáum að vita allt um hylki með íslenskri fiskiolíu sem njóta vaxandi vinsælda í Kína.

Loks fáum við að vita hver er þjóðlegasti rétturinn samkvæmt niðurstöðu hugmyndasamkeppninnar Þjóðlegir réttir á okkar veg. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×