Fótbolti

Nígeríumenn byrja undirbúninginn á jafntefli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Nígeríumenn gerðu jafntefli í dag
Nígeríumenn gerðu jafntefli í dag vísir/getty
Nígeríumenn byrjuðu undirbúninginn fyrir HM í fótbolta á jafntefli við Lýðveldið Kongó í vináttuleik í dag.

William Troost-Ekong sem spilar með Bursaspor á Tyrklandi kom Nígeríu yfir strax á 15. mínútu leiksins og það stefndi allt í sigur Nígeríumanna þar til á 78. mínútu þegar gestirnir fengu vítaspyrnu.

Ben Malango Ngita, leikmaður Mazembe í heimalandinu, jafnaði metin úr spyrnunni. Janfræði var með liðunum í leiknum og voru flestar tölfræðitölur nokkuð jafnar, svo jafntefli líklega sanngjörn niðurstaða.

Lýðveldið Kongó er ekki á leiðinni á HM en þó er liðið hærra á styrkleikalista FIFA heldur en Nígería. Kongó er í 38. sæti en Nígería í 47. sæti.

Ísland mætir Nígeríu í sínum öðrum leik í riðlakeppninni á HM í sumar, þann 22. júní í Volgograd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×