Körfubolti

Tryggvi byrjaði úrslitakeppnina á sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tryggvi Snær hefur heillað á þeim fáu mínútum sem hann hefur spilað fyrir Valencia.
Tryggvi Snær hefur heillað á þeim fáu mínútum sem hann hefur spilað fyrir Valencia. vísir/getty
Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Valencia byrjuðu 8-liða úrslitin í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta á sigri á Gran Canaria í kvöld.

Valencia fór nokkuð örugglega með sigurinn í kvöld. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 22-11 fyrir Valencia en eftir áhlaup gestanna voru þeir yfir í hálfleik 35-36. Heimamenn komust þó fljótt yfir í þriðja leikhluta og héldu þeirri forystu.

Tryggvi Snær kom inn á undir lok þriðja leikhluta og setti niður tvö stig. Hann spilaði rétt rúmar þrjár mínútur í þriðja leikhlutanum. Meira fékk hann ekki að koma við sögu í leiknum, Valencia hélt leikinn út og vann að lokum 71-56 sigur.

Valencia er því með forystuna í einvíginu eftir einn leik, annar leikurin fer fram á heimavelli Gran Canaria á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×