Enski boltinn

„Þau ættu að vera öfundsjúk út í Liverpool“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Virgil van Dijk gengur framhjá Meistaradeildarbikarnum.
Virgil van Dijk gengur framhjá Meistaradeildarbikarnum. Vísir/Getty
Virgil van Dijk, miðvörður Liverpool, var tekinn í viðtal eftir úrslitaleik Meistaradeildarinnar og þar vakti athygli hvað hann sagði um aðalkeppinauta Liverpool í ensku úrvalsdeildinni.

„Auðvitað getum við verið stoltir af okkar árangri. Öll liðin í Englandi vildu vera í okkar stöðu,“ sagði Virgil van Dijk sem kom til Liverpool um síðustu áramót.

„Hin liðin halda því fram að þau séu ánægð en ég tel að þau ættu að vera öfundsjúk út í Liverpool,“ sagði Van Dijk.

Liverpool komst langlengst af ensku félögunum í Meistaradeildinni í ár. Manchester City datt út í átta liða úrslitunum (á móti Liverpool) og lið Chelsea, Manchester United og Tottenham duttu öll út í sextán liða úrslitunun.

Hér fyrir neðan má sjá þetta viðtal við hollenska miðvörðinn.







„Við erum hér en því miður þá töpuðum við þessum leik. Nú verðum við að taka þetta með okkur inn í næsta tímabil og gera enn betur en við gerðum í ár,“ sagði Virgil van Dijk og hann tjáði sig líka á Twitter.  

„Það eru engin takmörk fyrir því sem við getum afrekað saman sem hópur og verðum að trúa áfram. Ég er rosalega spenntur fyrir framtíð þessa liðs,“ sagði Van Dijk en það má sjá færslu hans hér fyrir neðan.







Virgil van Dijk.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×