Innlent

Með of marga farþega um borð og engan vélstjóra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að við reglubundna athugun hafi komið í ljós að tveir áhafnarmeðlimir voru ekki lögskráðir og enginn í áhöfninni hafi verið með réttindi til að gegna stöðu vélstjóra.
Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að við reglubundna athugun hafi komið í ljós að tveir áhafnarmeðlimir voru ekki lögskráðir og enginn í áhöfninni hafi verið með réttindi til að gegna stöðu vélstjóra. landhelgisgæslan
Eftirlitsmenn frá varðskipinu Tý fóru á sunnudag til eftirlits um borð í farþegabát sem var austur af Rifi.

Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni segir að við reglubundna athugun hafi komið í ljós að tveir áhafnarmeðlimir voru ekki lögskráðir og enginn í áhöfninni hafi verið með réttindi til að gegna stöðu vélstjóra. Þá hafði báturinn farið um 8 sjómílur út fyrir farsvið sitt.

„Varðskipsmenn fylgdu bátnum til hafnar og töldu farþega um borð. Talningin leiddi í ljós að alls voru 40 farþegar um borð í bátnum auk 4 manna áhafnar en báturinn hafði einungis farþegaleyfi fyrir 30.

Skipstjórans bíður kæra vegna málsins.

 

Landhelgisgæslan lítur málið alvarlegum augum. Um borð voru of margir farþegar, lögskráningu áhafnar var ábótavant og enginn hafði réttindi til að gegna stöðu vélstjóra,“ segir í tilkynningu Gæslunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×