Handbolti

FH samdi við Birgi Má

Ásgeir og Birgir við undirritunina í dag
Ásgeir og Birgir við undirritunina í dag mynd/fh
Birgir Már Birgisson hefur gengið til liðs við FH og mun leika með liðinu á næsta tímabili í Olís deild karla. Félagði tilkynnti um komu Birgis í kvöld.

Birgir er örvhentur hornamaður sem hefur spilað með Víkingi undanfarin ár og verið í yngri landsliðum Íslands. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við FH. Birgir mun leysa af stöðu Óðins Þórs Ríkharðssonar sem hefur samið við GOG í Danmörku.

Hann var með 3,9 mörk að meðaltali í leik í Olís deildinni í vetur og skotnýtingu upp á 63 prósent.

„Við FH-ingar erum mjög ánægðir með að Birgir Már hafi valið að ganga til liðs við FH, þetta er mikill fengur fyrir okkar félag,“ sagði Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH í tilkynningu félagsin.

„Birgir Már er metnaðarfullur leikmaður sem ætlar sér langt og við munum gera allt til þess að hjálpa honum við að ná sínum markmiðum. Það segir allt um áhuga okkar og trú á leikmanninum að við kaupum upp samning hans, en Birgir Már var samningsbundinn Víkingi. FH og Víkingur áttu mjög góð og heiðarleg samskipti varðandi félagaskiptin, ásamt leikmannasamtökum Íslands og það ber að þakka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×