Handbolti

Lærisveinar Dags fá sæti á HM

Einar Sigurvinsson skrifar
Dagur Sigurðsson er þjálfari japanska landsliðsins.
Dagur Sigurðsson er þjálfari japanska landsliðsins. Vísir/Eyþór
Landslið Japan fékk í morgun óvænt sæti á heimsmeistaramótinu í handbolta sem fer fram í Danmörku og Þýskalandi í janúar á næsta ári. Sætið sem lærisveinum Dags Sigurðssonar var úthlutað átti upphaflega að fara til Eyjaálfuþjóðar.

Engin Eyjaálfuþjóð náði fimmta sæti á Asíumótinu sem fram fór í janúar og ákvað Alþjóða handknattleikssambandið, IHF, því að veita Japan sætið.

Heimsmeistaramótið mun eflaust reynast japanska liðinu mikilvægur undirbúningur fyrir Ólympíuleikana 2020, en þar á liðið sæti sem heimaþjóð.

Í júní mætir íslenska landsliðið Litháen í tveimur leikjum um laust sæti á heimsmeistaramótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×