Handbolti

Tandri og félagar töpuðu fyrir GOG

Einar Sigurvinsson skrifar
Tandri Már Konráðsson, leikmaður Skjern.
Tandri Már Konráðsson, leikmaður Skjern. vísir/anton
Tandri Már Konráðsson og félagar í Skjern töpuðu fyrir GOG í fyrsta leik liðanna í  undanúrslitaeinvíginu um danska meistaratitilinn í dag. Leiknum lauk með þriggja marka sigri GOG, 28-31. Tandri spilaði lítið í leiknum og átti ekki skot á markið.

Skjern hafði yfirhöndina í leiknum framan af en það var ekki fyrr en um miðbik fyrri hálfleiks sem GOG komst yfir í fyrsta sinn í leiknum. GOG tók í kjölfarið yfir leikinn og fóru með fimm marka forystu í hálfleik, 13-18.

Skjern mættu grimmir í síðari hálfleikinn og þegar 12 mínútur voru eftir minnkuðu þeir muninn í tvö mörk. Nær komust þeir þó ekki og lauk leiknum með þriggja marka sigri GOG.

Næsti leikur liðanna fer fram næsta sunnudag, en þrjá sigra þarf til að tryggja sér sæti í úrslitaviðureigninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×