Enski boltinn

Segir leikmenn United skíthrædda við Mourinho

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hræddir við þennan?
Hræddir við þennan? vísir/getty
Paul Merson, fyrrverandi landsliðsmaður Englands í fótbolta, segir suma leikmenn Manchester United skíthrædda við knattspyrnustjórann José Mourinho.

Merson talaði um Mourinho og United-liðið í þættinum The Debate á Sky Sports í gærkvöldi eftir að United tryggði sér annað sætið í deildinni með markalausu jafntefli gegn West Ham á útivelli.

United er nú búið að spila tvo leiki í röð í deildinni án þess að skora en það hefur ekki gerst síðan í mars 2016. Sóknarleikur liðsins var ekki upp á marga fiska í gærkvöldi.

„Í hvert einasta skipti sem leikmenn Manchester United klúðrar færi hlaupa þeir til baka og horfa til Mourinho á hliðarlínunni. Þeir líta út fyrir að vera skíthræddir,“ segir Merson.

„Þegar að maður horfir á Manchester City, Chelsea og Liverpool spila má sjá hugmyndafræði á bakvið sóknarleikinn. Meira að segja stundum hjá Arsenal.“

„Þessi lið líta út fyrir að vera með leikáætlun en hjá United standa allir bara staðir og gefa boltann á næsta mann. Það er engin hreyfing. Ég held að leikmennirnir séu skíthræddir,“ segir Paul Merson.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×