Enski boltinn

Allardyce segir langt í Gylfa Þór

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson
Gylfi Þór Sigurðsson vísir/getty
Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Everton, segir enn langt í endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar og mun hann því ekki taka þátt í lokaleik Everton á tímabilinu gegn West Ham á sunnudag.

Gylfi Þór meiddist á hné í leik gegn Brighton í mars og hefur eki spilað fótboltaleik síðan. Eftir meiðslin, um miðjan mars, sagði Everton að Gylfi yrði frá í 6-8 vikur en Allardyce vonaðist eftir því að hann næði bata fyrr. Um helgina verða níu vikur frá því Gylfi meiddist.

„Það er enn mjög langt í Gylfa, því miður,“ sagði Allardyce á blaðamannafundi fyrir leik Everton og West Ham í dag en greint er frá því á heimasíðu félagsins.

Flesta Íslendinga skiptir það þó litlu að Gylfi taki ekki þátt í leiknum með Everton um helgina, heldur er stóra spurningin hvort hann verði tilbúinn í HM í Rússlandi þar sem Ísland á fyrsta leik gegn Argentínu 16. júní.

Þrátt fyrir meiðslin ætti Gylfi að eiga öruggt sæti í lokahópi Heimis Hallgrímssonar fyrir HM en hann verður tilkynntur nú fljótlega. Vísir verður með beina útsendningu frá fundi Heimis og hefst hún klukkan 12:45 og verður einnig í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport 3.


Tengdar fréttir

Gylfi valinn næstbestur hjá Everton

Gylfi Þór Sigurðsson var tilnefndur til tveggja verðlauna á verðlaunakvöldi Everton sem fram fór í kvöld en íslenski landsliðsmaðurinn fór tómhentur heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×