Tónlist

Föstudagsplaylisti Volruptus

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Bjargmundur Ingi kaus að fara huldu höfði, en sendi þessa dularfullu promo-mynd.
Bjargmundur Ingi kaus að fara huldu höfði, en sendi þessa dularfullu promo-mynd. Aðsend mynd

Föstudagsplaylistann að þessu sinni á raftónlistarmaðurinn Bjargmundur Ingi, einnig þekktur sem Volruptus, en hann á góðu gengi að fagna á meginlandi Evrópu um þessar mundir, þá sérstaklega í Berlín, þar sem hann er búsettur. 

Seint á síðasta ári gaf hann út EP plötuna Hessdalen á трип, útgáfufyrirtæki raftónlistarkonunnar og plötusnúðsins Ninu Kraviz, en hefur einnig gefið út hjá bbbbbb Records, útgáfufyrirtæki teknó-tónlistarmannsins Bjarka, og á sinni eigin útgáfu, Sweaty Records.

Lagalistinn er alfarið íslenskur og hafði Bjargmundur einungis um hann að segja að hann samanstæði af „góðu íslensku stöffi“.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.