Fótbolti

Rúnar Alex varði víti í sigri Nordsjælland

Einar Sigurvinsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson var valinn í HM-hóp íslenska landsliðsins í dag.
Rúnar Alex Rúnarsson var valinn í HM-hóp íslenska landsliðsins í dag. vísir/getty
Rúnar Alex Rúnarsson varði vítaspyrnu þegar Nordsjælland hafði betur gegn Horsens, 2-1, í úrslitariðli dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Kjartan Henry Finnbogason var ekki í leikamannahópi Horsens.

Skömmu áður en flautað var til hálfleiks kom Mads Pedersen Nordsjælland yfir og þegar aðeins höfðu verið spilaðar tvær mínútur af síðari hálfleik bætti Mathias Jensen við öðru marki fyrir liðið.

Um miðbik seinni hálfleiksins fékk Horsens dæmda vítaspyrnu og í fjarveru Kjartans Henry kom það í hlut Ayo Simon Okosun að fara á punktinn. Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson varði hins vegar glæsilega frá honum.

Mathias Kristensen náði að klóra í bakkann fyrir Horsens í lok leiksins en þar við sat.

Með sigrinum fer Nordsjælland upp að hlið FC Kaupmannahafnar í 3. sæti riðilsins með 57 stig, en sætið veitir þátttökurétt í Evrópukeppni UEFA. Nordsjælland og Kaupmannahöfn mætast í lokaumferð deildarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×