Körfubolti

Haukur Helgi með sex stig í sigri Cholet

Einar Sigurvinsson skrifar
Haukur í leik með Cholet.
Haukur í leik með Cholet. vísir/getty

Íslenski landsliðsmaðurinn Haukur Helgi Pálsson skoraði sex stig þegar lið hans Cholet vann sigur á Hyeres Toulon, 80-86, í frönsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Cholet tók strax afgerandi forystu í leiknum og voru komnir með 17 stiga forskot eftir fyrsta leikhluta, 31-17. Cholet juku forskot sitt enn frekar í öðrum leikhlut og voru 23 stigum yfir í hálfleik, 54-31.

Hyeres Toulon var nálægt því að vinna upp forskot Cholet undir lok leiksins með frábærum fjórða leikhluta en sex marka sigur Cholet varð niðurstaðan.

Cholet situr í 15. sæti deildarinnar en Hyeres Toulon verma botninn í 18. sæti.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.