Handbolti

Fyrsta úrslitaleik ÍBV og FH seinkað

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ísak Rafnsson og Kári Kristján Kristjánsson munu taka á því í dag.
Ísak Rafnsson og Kári Kristján Kristjánsson munu taka á því í dag. Vísir/Andri Marinó/Valli

Leik ÍBV og FH í úrslitum Olís deildar karla í handbolta hefur verið frestað til klukkan 17:30 vegna tafa á ferðum Herjólfs.

Leikurinn átti að fara fram klukkan 16:00 og hefur því seinkað um eina og hálfa klukkustund.Leikurinn er sá fyrsti í úrslitarimmu liðanna og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Seinni bylgjan fer í loftið klukkan 17:00 með upphitun fyrir leikinn og gerir hann einnig upp að honum loknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.