„Þetta er að hjálpa okkur að hjálpa öðrum“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 12. maí 2018 12:45 Perlað af Krafti við Laugardalsvöll. Jónatan Jónatansson Til stendur að perla að minnsta kosti fjögur þúsund armbönd í íslensku fánalitunum í stúkunni við Laugardalsvöll í dag. Átakið fer fram til styrktar ungu fólki með krabbamein, og ætla landsliðsþjálfararnir í knattspyrnu meðal annars að etja kappi í armbandagerð. Undanfarið hefur Kraftur, styrktarfélag ungs fólks með krabbamein, staðið fyrir ýmiss konar viðburðum og uppákomum í fjáröflunarskyni fyrir unga krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Litrík armbönd með orðunum Lífið er núna hafa verið eins konar einkennismerki átaksins. Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts, segir það viðeigandi skilaboð. „Lífið er núna er að sjálfsögðu eitthvað sem á við alla. Okkur langaði að breiða þennan boðskap út, að lifa svolítið í núinu og njóta þess að vera til,“ segir Ástrós.Perluðu 3.972 armbönd í febrúar Viðburðurinn í dag stendur yfir milli klukkan tólf og fjögur og taka fjölmargir skemmtikraftar og íþróttafólk þátt í átakinu. Allir eru velkomnir á staðinn að perla að sögn Ástrósar, en fjölmenni var á svipuðum viðburði í febrúar þar sem forseti Íslands perlaði meðal annars armbönd. „Á þeim degi í Hörpu voru perluð 3.972 armbönd. Það er Tólfunni mikið kappsmál að slá þetta Íslandsmet, þannig að við ætlum að reyna við það í dag.“ Ástrós bendir á að það sé mikið áfall fyrir ungt fólk að greinast með krabbamein, bæði andlega og fjárhagslega. Markmið Krafts er að veita þessum hóp og aðstandendum fjölbreyttan stuðning. „Bæði í að veita sáluhjálp, stuðning, ráðgjöf, fjárhagslegan stuðning. Við erum með ný verkefni og hugmyndir sem geta loks orðið að veruleika út af þessari sölu,“ segir Ástrós. Þannig nefnir hún meðal annars svokallaðar endurhæfingarhelgar og ýmiss konar skemmtilega viðburði, þar sem félagsmenn geti mætt, notið lífsins og hugsað um annað en veikindin. „Þetta er að hjálpa okkur að hjálpa öðrum,“ segir Ástrós að lokum. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Til stendur að perla að minnsta kosti fjögur þúsund armbönd í íslensku fánalitunum í stúkunni við Laugardalsvöll í dag. Átakið fer fram til styrktar ungu fólki með krabbamein, og ætla landsliðsþjálfararnir í knattspyrnu meðal annars að etja kappi í armbandagerð. Undanfarið hefur Kraftur, styrktarfélag ungs fólks með krabbamein, staðið fyrir ýmiss konar viðburðum og uppákomum í fjáröflunarskyni fyrir unga krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Litrík armbönd með orðunum Lífið er núna hafa verið eins konar einkennismerki átaksins. Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts, segir það viðeigandi skilaboð. „Lífið er núna er að sjálfsögðu eitthvað sem á við alla. Okkur langaði að breiða þennan boðskap út, að lifa svolítið í núinu og njóta þess að vera til,“ segir Ástrós.Perluðu 3.972 armbönd í febrúar Viðburðurinn í dag stendur yfir milli klukkan tólf og fjögur og taka fjölmargir skemmtikraftar og íþróttafólk þátt í átakinu. Allir eru velkomnir á staðinn að perla að sögn Ástrósar, en fjölmenni var á svipuðum viðburði í febrúar þar sem forseti Íslands perlaði meðal annars armbönd. „Á þeim degi í Hörpu voru perluð 3.972 armbönd. Það er Tólfunni mikið kappsmál að slá þetta Íslandsmet, þannig að við ætlum að reyna við það í dag.“ Ástrós bendir á að það sé mikið áfall fyrir ungt fólk að greinast með krabbamein, bæði andlega og fjárhagslega. Markmið Krafts er að veita þessum hóp og aðstandendum fjölbreyttan stuðning. „Bæði í að veita sáluhjálp, stuðning, ráðgjöf, fjárhagslegan stuðning. Við erum með ný verkefni og hugmyndir sem geta loks orðið að veruleika út af þessari sölu,“ segir Ástrós. Þannig nefnir hún meðal annars svokallaðar endurhæfingarhelgar og ýmiss konar skemmtilega viðburði, þar sem félagsmenn geti mætt, notið lífsins og hugsað um annað en veikindin. „Þetta er að hjálpa okkur að hjálpa öðrum,“ segir Ástrós að lokum.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira