„Þetta er að hjálpa okkur að hjálpa öðrum“ Hersir Aron Ólafsson skrifar 12. maí 2018 12:45 Perlað af Krafti við Laugardalsvöll. Jónatan Jónatansson Til stendur að perla að minnsta kosti fjögur þúsund armbönd í íslensku fánalitunum í stúkunni við Laugardalsvöll í dag. Átakið fer fram til styrktar ungu fólki með krabbamein, og ætla landsliðsþjálfararnir í knattspyrnu meðal annars að etja kappi í armbandagerð. Undanfarið hefur Kraftur, styrktarfélag ungs fólks með krabbamein, staðið fyrir ýmiss konar viðburðum og uppákomum í fjáröflunarskyni fyrir unga krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Litrík armbönd með orðunum Lífið er núna hafa verið eins konar einkennismerki átaksins. Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts, segir það viðeigandi skilaboð. „Lífið er núna er að sjálfsögðu eitthvað sem á við alla. Okkur langaði að breiða þennan boðskap út, að lifa svolítið í núinu og njóta þess að vera til,“ segir Ástrós.Perluðu 3.972 armbönd í febrúar Viðburðurinn í dag stendur yfir milli klukkan tólf og fjögur og taka fjölmargir skemmtikraftar og íþróttafólk þátt í átakinu. Allir eru velkomnir á staðinn að perla að sögn Ástrósar, en fjölmenni var á svipuðum viðburði í febrúar þar sem forseti Íslands perlaði meðal annars armbönd. „Á þeim degi í Hörpu voru perluð 3.972 armbönd. Það er Tólfunni mikið kappsmál að slá þetta Íslandsmet, þannig að við ætlum að reyna við það í dag.“ Ástrós bendir á að það sé mikið áfall fyrir ungt fólk að greinast með krabbamein, bæði andlega og fjárhagslega. Markmið Krafts er að veita þessum hóp og aðstandendum fjölbreyttan stuðning. „Bæði í að veita sáluhjálp, stuðning, ráðgjöf, fjárhagslegan stuðning. Við erum með ný verkefni og hugmyndir sem geta loks orðið að veruleika út af þessari sölu,“ segir Ástrós. Þannig nefnir hún meðal annars svokallaðar endurhæfingarhelgar og ýmiss konar skemmtilega viðburði, þar sem félagsmenn geti mætt, notið lífsins og hugsað um annað en veikindin. „Þetta er að hjálpa okkur að hjálpa öðrum,“ segir Ástrós að lokum. Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira
Til stendur að perla að minnsta kosti fjögur þúsund armbönd í íslensku fánalitunum í stúkunni við Laugardalsvöll í dag. Átakið fer fram til styrktar ungu fólki með krabbamein, og ætla landsliðsþjálfararnir í knattspyrnu meðal annars að etja kappi í armbandagerð. Undanfarið hefur Kraftur, styrktarfélag ungs fólks með krabbamein, staðið fyrir ýmiss konar viðburðum og uppákomum í fjáröflunarskyni fyrir unga krabbameinsgreinda og aðstandendur þeirra. Litrík armbönd með orðunum Lífið er núna hafa verið eins konar einkennismerki átaksins. Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts, segir það viðeigandi skilaboð. „Lífið er núna er að sjálfsögðu eitthvað sem á við alla. Okkur langaði að breiða þennan boðskap út, að lifa svolítið í núinu og njóta þess að vera til,“ segir Ástrós.Perluðu 3.972 armbönd í febrúar Viðburðurinn í dag stendur yfir milli klukkan tólf og fjögur og taka fjölmargir skemmtikraftar og íþróttafólk þátt í átakinu. Allir eru velkomnir á staðinn að perla að sögn Ástrósar, en fjölmenni var á svipuðum viðburði í febrúar þar sem forseti Íslands perlaði meðal annars armbönd. „Á þeim degi í Hörpu voru perluð 3.972 armbönd. Það er Tólfunni mikið kappsmál að slá þetta Íslandsmet, þannig að við ætlum að reyna við það í dag.“ Ástrós bendir á að það sé mikið áfall fyrir ungt fólk að greinast með krabbamein, bæði andlega og fjárhagslega. Markmið Krafts er að veita þessum hóp og aðstandendum fjölbreyttan stuðning. „Bæði í að veita sáluhjálp, stuðning, ráðgjöf, fjárhagslegan stuðning. Við erum með ný verkefni og hugmyndir sem geta loks orðið að veruleika út af þessari sölu,“ segir Ástrós. Þannig nefnir hún meðal annars svokallaðar endurhæfingarhelgar og ýmiss konar skemmtilega viðburði, þar sem félagsmenn geti mætt, notið lífsins og hugsað um annað en veikindin. „Þetta er að hjálpa okkur að hjálpa öðrum,“ segir Ástrós að lokum.
Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Þyrlan á mesta forgangi vegna manns sem féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Sjá meira