Klukkan í Hamburg hættir að telja eftir 54 ár

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Klukkan í leikslok í dag
Klukkan í leikslok í dag mynd/bundesliga
Þýskalandsmeistarar Bayern München luku keppni í Bundesligunni þetta tímabilið á stórtapi á heimavelli gegn Stuttgart. Alfreð Finnbogason misnotaði dauðafæri í tapi Augsburg og Hamburg féll úr efstu deild í fyrsta skipti í sögu félagsins þrátt fyrir sigur.

Í byrjun aldarinnar var sett upp klukka á heimavelli Hamburg SV sem taldi tímann sem félagið hafði verið í efstu deild. Í dag segir klukkan 54 ár og 260 dagar en það þarf að endurstilla hana því í fyrsta skipti frá stofnun Bundesligunnar árið 1963 er liðið ekki lengur hluti af efstu deild.

Til þess að ná í sæti í umspilinu þurfti Hamburg að vinna og vona að Wolfsburg tapaði. Heimamenn gerðu sitt og sigruðu Monchengladbach 2-1. Wolfsburg sigraði hins vegar Köln 4-1 og sendi Hamburg niður í næst efstu deild.

 







Bayern München var fyrir nokkrum umferðum búið að tryggja sér Þýskalandsmeistaratitilinn og því ekki mikið nema heiðurinn að veði þegar Stuttgart mætti á Allianz völlinn í München. Gestirnir fóru hins vegar með 4-1 sigur sem tryggði þeim sjöunda sæti deildarinnar.

Alfreð Finnbogason og liðsfélagar í Augsburg töpuðu fyrir Freiburg á útivelli 2-0. Alfreð, sem var einn af þeim 23 leikmönnum sem Heimir Hallgrímsson valdi í lokahóp sinn fyrir HM í Rússlandi í gær, spilaði allan leikinn en náði ekki að skora. Hann misnotaði meðal annars dauðafæri í leiknum en allt kom fyrir ekki.

Leipzig tryggði sér sæti í Evrópudeild UEFA með sigri á Hertha Berlin. Sigurinn hefur ekki farið vel í eigendur Liverpool, en þeir hefðu þurft að borga þýska liðinu minna fyrir Naby Keita hefði þeim mistekist að tryggja Evrópusæti.

Dortmund endaði tímabilið á tapi fyrir Hoffenheim og Werder Bremen lagði Mainz. Öll úrslit og lokastöðuna má sjá í flipunum efst í fréttinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira