Handbolti

Haukar kláruðu níu leikmenn Magna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Haukarnir fagna marki á síðasta tímabili.
Haukarnir fagna marki á síðasta tímabili. vísir/ernir

Haukar unnu níu leikmen Magna, 3-1, í annarri umferð Inkasso-deildar karla. Haukarnir eru því komnir með fjögur stig.

Það byrjaði vel fyrir gestina frá Grenivík en þeir komust yfir strax á annarri mínútu. Markið skoraði Sveinn Óli Birgisson en eftir stundarfjórðung var Davíð Rúnar Bjarnason rekinn af velli.

Þórður Jón Jóhannesson jafnaði fyrir Hauka á 28. mínútu og á 32. mínútu urðu Magnamenn níu. Brynjar Ingi Bjarnason fékk þá að líta sitt annað gula spjald.

Haukarnir gerðu út um leikinn undir lok fyrri leikhluta. Arnar Aðalgeirsson skoraði annað mark Hauka en þetta er hans þriðja á tímabilinu áður en Þórður Jón bætti við öðru marki sínu og þriðja marki Hauka.

Magnamenn fengu tækifærit til að minnka muninn í síðari hálfleik en Kristján Atli Marteinsson klúðraði vítaspyrnu. Lokatölur 3-1 sigur Hauka sem eru með fjögur stig en nýliðarnir eru án stiga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.