Viðskipti innlent

Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar munu flytja erindi á fundinum.
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar munu flytja erindi á fundinum. Vísir/anton

Ársfundur Landsvirkjunar verður haldinn í dag, þriðjudaginn 15. maí, klukkan 14.00 á Hilton Reykjavík Nordica. 

Samkvæmt tilkynningu var síðasta ár metár í sölu og vinnslu rafmagns, og rekstarafkoma fyrirtækisins aldrei verið betri. Á ársfundinum verði fjallað um góða stöðu fyrirtækisins, rekstur þess og raforkumarkaðinn í víðara samhengi.

Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar er fundarstjóri. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður, Hörður Arnarson, forstjóri, Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður á starfsmannasviði, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri og Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs munu flytja erindi.

Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,85
10
323.554
REGINN
2,68
15
219.988
EIK
2,22
13
112.812
HAGA
2,18
8
96.038
SIMINN
1,66
7
163.842

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-1,07
1
292
ORIGO
0
1
6.804
EIM
0
4
5.989
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.