Viðskipti innlent

Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar munu flytja erindi á fundinum.
Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri og Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar munu flytja erindi á fundinum. Vísir/anton
Ársfundur Landsvirkjunar verður haldinn í dag, þriðjudaginn 15. maí, klukkan 14.00 á Hilton Reykjavík Nordica. 

Samkvæmt tilkynningu var síðasta ár metár í sölu og vinnslu rafmagns, og rekstarafkoma fyrirtækisins aldrei verið betri. Á ársfundinum verði fjallað um góða stöðu fyrirtækisins, rekstur þess og raforkumarkaðinn í víðara samhengi.

Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar er fundarstjóri. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, Jónas Þór Guðmundsson, stjórnarformaður, Hörður Arnarson, forstjóri, Selma Svavarsdóttir, forstöðumaður á starfsmannasviði, Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri og Stefanía G. Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs munu flytja erindi.

Fylgjast má með beinni útsendingu frá fundinum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×