Sport

Neydd til þess að halda áfram og varð fyrir óþarfa barsmíðum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Nunes er hér að þjarma að Pennington sem átti aldrei möguleika í bardaganum.
Nunes er hér að þjarma að Pennington sem átti aldrei möguleika í bardaganum. vísir/getty
Það er allt vitlaust í UFC-heiminum eftir að þjálfari Raquel Pennington neyddi sína konu til þess að halda áfram að berjast eftir að hún var búin að gefast upp.

Hún var þá að berjast við heimsmeistarann Amöndu Nunes í Rio de Janieiro og átti verulega undir högg að sækja.

Eftir fjórðu lotuna sagði Pennington að hún væri hætt. Hún væri búin að fá nóg. Hún var þá nefbrotinn og öll bólgin í andlitinu enda var Nunes með mikla yfirburði í bardaganum.





Þá sagði þjálfarinn bara nei, nei, nei. Hún yrði að halda áfram og það væri nægur tími til þess að jafna sig síðar. Í fimmtu lotunni fékk hún því óþarfa barsmíðar frá Nunes og bardaginn var stöðvaður. Pennington átti aldrei möguleika og andlit hennar var enn verr farið þar sem hún hélt áfram inn í fimmtu lotuna.

„Þetta er sorglegt því það er hægt að komast hjá svona. Hún þurfti að fara á spítalann og er mögulega illa meidd. Það er sorglegt að sjá svona. Þjálfarinn átti auðvitað að hlusta á hana og stoppa bardagann,“ sagði Nunes eftir bardagann.

MMA

Tengdar fréttir

Amanda Nunes kláraði Pennington í 5. lotu

Amanda Nunes varði bantamvigtartitil sinn í aðalbardaga kvöldsins á UFC 224 í nótt. Nunes kláraði bardagann í 5. lotu en þetta var hennar þriðja titilvörn í UFC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×