Erlent

Norður-Kóreumenn rífa niður kjarnorkutilraunastöð

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Vísindamenn hafa fylgst náið með gervihnattamyndum af svæðinu
Vísindamenn hafa fylgst náið með gervihnattamyndum af svæðinu Vísir/EPA
Norður-Kóreumenn eru byrjaðir að rífa í sundur og farga búnaði á kjarnorkutilraunasvæði sínu. Þetta hefur fengist staðfest með gervihnattamyndum.

Á myndunum má sjá að nánast allar byggingar á svæðinu hafa verið jafnaðar við jörðu síðustu vikur og daga. Þær hýstu tilraunastofur og stjórnstöðvar fyrir tilraunirnar og stóðu nálægt jarðgöngum sem voru notuð til að flytja sprengjurnar neðanjarðar þar sem þær voru sprengdar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×