Enski boltinn

Özil og Gundogan harðlega gagnrýndir fyrir að mynda sig með forseta Tyrklands

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Özil skælbrosandi með forsetanum umdeilda.
Özil skælbrosandi með forsetanum umdeilda. vísir/getty
Knattspyrnusamband Þýskalands og stjórnmálamenn í Þýskalandi hafa gagnrýnt þýsku landsliðsmennina Mesut Özil og Ilkay Gundogan harðlega fyrir að mynda sig með Recep Erdogan, forseta Tyrklands, sem og að gefa honum gjafir.

Þeir Özil og Gundogan eru báðir af tyrkneskum ættum. Þeir hittu Erdogan á viðburði í London á sunnudag og gáfu honum þá treyjur sinna liða. Özil spilar með Arsenal en Gundogan með Man. City.

„Fyrir minn heiðraða forseta af mikilli virðingu,“ skrifaði Gundogan fyrir Erdogan.

Erdogan er einn umdeildasti stjórnmálaleiðtogi heimsins og það af tvær af stjörnum þýska liðsins séu að hampa honum fer ekki vel í marga.

„Þýska knattspyrnusambandið stendur fyrir gildum sem eru ekki í hávegum höfð hjá herra Erdogan. Þess vegna er ekki gott að okkar leikmenn séu að taka þátt í að styðja hans kosningabaráttu. Með þessu háttalagi eru leikmennirnir ekki að hjálpa þýska sambandinu,“ sagði Reinhard Grindel, forseti þýska sambandsins.

Gundogan með forsetanum.vísir/getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×