Fótbolti

Ekkert pláss fyrir Can og Götze | Neuer valinn í HM-hópinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Emre Can fer ekki á HM.
Emre Can fer ekki á HM. vísir/getty
Joachim Löw, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur valið 27 manna leikmannahóp fyrir HM en aðeins 23 munu síðan fara með á HM.

Það eru margir góðir knattspyrnumenn í Þýskalandi enda þurfa margir sterkir að sitja eftir heima.

Á meðal þeirra eru Emre Can, leikmaður Liverpool, Mario Götze, leikmaður Dortmund, og Skhodran Mustafi, varnarmaður Arsenal. Götze tryggði Þjóðverjum heimsmeistaratitilinn fyrir fjórum árum síðan.

Það er aftur á móti pláss í hópnum fyrir markvörðinn Manuel Neuer sem hefur ekki spilað fótbolta síðan í september. Það kemur mörgum á óvart.

Þýski hópurinn:

Markverðir: Bernd Leno (Bayer Leverkusen), Manuel Neuer (Bayern), Marc-Andre ter Stegen (Barcelona), Kevin Trapp (Paris Saint-Germain)

Varnarmenn: Jerome Boateng (Bayern), Matthias Ginter (Borussia Mönchengladbach), Jonas Hector (FC Cologne), Mats Hummels (Bayern), Joshua Kimmich (Bayern), Marvin Plattenhardt (Hertha Berlin), Antonio Rudiger (Chelsea), Niklas Sule (Bayern), Jonathan Tah (Bayer Leverkusen)

Miðjumenn: Julian Brandt (Bayer Leverkusen), Julian Draxler (Paris Saint-Germain), Leon Goretzka (Schalke 04), Ilkay Gundogan (Manchester City), Sami Khedira (Juventus), Toni Kroos (Real Madrid), Mesut Özil (Arsenal), Marco Reus (Borussia Dortmund), Sebastian Rudy (Bayern), Leroy Sane (Manchester City)

Framherjar: Mario Gomez (VfB Stuttgart), Thomas Müller (Bayern), Nils Petersen (SC Freiburg), Timo Werner (RB Leipzig)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×