Golf

Guardiola leikur með atvinnukylfingnum Tommy Fleetwood

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pep lék á Pro/Am móti með Rory McIlroy í fyrra.
Pep lék á Pro/Am móti með Rory McIlroy í fyrra. vísir/getty

Stjóri Man. City, Pep Guardiola, er lunkinn kylfingur og hann mun spila með Englendingnum í Pro/Am móti í næstu viku.

Á Pro/Am móti leika atvinnukylfingar með þekktum áhugamönnum. Guardiola er stærsta áhugamannastjarnan að þessu sinni en mótið er haldið degi fyrir BMW-meistaramótið sem er eitt stærsta mótið á Evrópumótaröðinni.

„Ég hlakka til að prófa þetta og það er frábær leið að ljúka góðu tímabili á þessu móti,“ sagði Guardiola sem er með 14 í forgjöf. „Það verða margir góðir með á þessu móti og vonandi næ ég að spila þokkalegt golf.“

Þeir Guardiola og Fleetwood verða í þokkalegum ráshóp en með þeim spila Matt LeTissier og Peter Schmeichel. Mótið fer fram næstkomandi miðvikudag.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.