Enski boltinn

Jlloyd Samuel látinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Samuel í leik með Bolton gegn Man Utd.
Samuel í leik með Bolton gegn Man Utd. vísir/getty

Jlloyd Samuel, fyrrum leikmaður Aston Villa og Bolton, lést í bílslysi í morgun. Það var knattspyrnusamband Trinidad & Tobago sem greindi frá þessu síðdegis.

Samuel var á heimleið eftir að hafa skutlað börnunum sínum í skólann er hann lenti í árekstrinum. Hann var búsettur á Englandi.

Samuel var 37 ára gamall. Hann lék með Aston Villa frá 1998 til 2007. Hann lék svo með Bolton frá 2007 til 2011. Síðustu ár hefur hann verið að spila í Íran.

Eftir að hafa alist upp á Englandi og spilað fyrir yngri landslið Englands ákvað hann að spila með A-landsliði Trinidad & Tobago. Hann náði þó aðeins að spila tvo landsleiki fyrir Trinidad.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.