Viðskipti innlent

Pálína segir upp eftir innan við ár í starfi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Pálína Gísladóttir, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Eikar fasteignafélags hf., hefur sagt starfi sínu lausu hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu Eikar til Kauphallarinnar.
Pálína Gísladóttir, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Eikar fasteignafélags hf., hefur sagt starfi sínu lausu hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu Eikar til Kauphallarinnar.

Pálína Gísladóttir, framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Eikar fasteignafélags hf., hefur sagt starfi sínu lausu hjá félaginu. Þetta kemur fram í tilkynningu Eikar til Kauphallarinnar.

Pálína hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra síðan haustið 2017 eða í um níu mánuði. Tók hún við starfinu af Arnari Hallsyni. Hún starfaði hjá verkfræðistofunni Mannviti frá árinu 2000.

Breytingar urðu einmitt hjá Mannviti á dögunum þegar Sigrún Ragna Ólafsdóttir forstjóri hætti störfum eftir aðeins fimm mánuði í starfi.

Leit að eftirmanni Pálínu hjá Eik mun hefjast innan tíðar en hún mun áfram sinna verkefnum sviðsins og aðstoða við að koma nýjum einstaklingi í starfið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.