Erlent

Metsöluhöfundurinn Tom Wolfe látinn

Kjartan Kjartansson skrifar
Wolfe var meðal annars þekktur fyrir skrautlegan klæðaburð.
Wolfe var meðal annars þekktur fyrir skrautlegan klæðaburð. Vísir/AFP
Bandaríski metsöluhöfundurinn og blaðamaðurinn Tom Wolfe er látinn, 87 ár að aldri. Hann er þekktastur fyrir bækur sínar „Rétta efniviðinn“ og „Bálköst hégómans“.

Umboðsmaður Wolfe staðfesti andlát hans í dag eftir að hann hafði verið lagður inn á sjúkrahús með sýkingu, að því er segir í frétt New York Times.

Tvær þekktustu bækur hans voru gerðar að kvikmyndum á 9. áratugnum. „Rétti efniviðurinn“ [e. The Right Stuff] fjallaði um fyrstu geimfara Bandaríkjanna og skartaði leikurunum Sam Shepard, Dennis Quaid og Ed Harris þegar hún var fest á filmu árið 1987.

„Bálköstur hégómans“ [e. Bonfire of the Vanities] fjallaði um óhóf í New York á 9. áratugnum. Tom Hanks lék aðalhlutverkið þegar samnefnd kvikmynd var gerð eftir bókinni árið 1990.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×